Persónuverkstæðið


Species - Anjil
Eigandi Nonnib
Dagsetning Búin til 13. Jan 2005 kl 12:28 · Breytt 14. Jun 2020 kl 12:40 (13 skipti)
Athugasemdir

Anjil líkast að flestu leyti Kákasus fólki hvað útlit snertir sem gerir þeim kleift að blandast í þeirra hóp. Vegna þess hve Anjils eru ofsóttir í heiminum þykjast þeir yfirleitt vera mannfólk. Oft er eitthvað við þá sem fólki finnst vera öðruvísi en hjá mönnum en erfitt er að henda reiður á því hvað það nákvæmlega er.

Note: Anjil geta eignast börn annaðhvort með því að frjóga sjálfa sig eða með samneyti við human eða koter male. Afkvæmi Anjil og human eða koter eru alltaf ófrjó og Anjil geta ekki eignast börn með Half-koter.

Anjil líta alltaf út eins og konur en eru í raun tvíkynja.

Anjil eru oft með 'cyberpunk' útlit eða goth, lita hárið á sér í björtum litum, eru með mikin farða og slíkt, til þess að reyna að skapa smá 'identity' og vera öðruvísi en humans.

Sigrún skrifaði lýsingu þessa kynþátts

Mynd
Opna / Loka
Appearance
Height [cm]:160-190
Weight [Kg]:50-80
Eyes:Eins og hjá kákasusfólki, græn, blá, brún, grá. Bein.
Ears:Eðlileg
Hair:Eðlilegt
Mouth:Eðlilegur
Nose:Eðlilegt
Skin:Föl
Legs:Eðlilegir
Arms / Hands:Eðlileg
Build:Grannvaxnir. Anjils eru nánast aldrei vöðvastæltir.
Life and Death
Puperty:8 – 10 ára.
Lifespan:40 – 50 ára. Vegna hraðra efnaskipta er líftími þeirra ekki lengri. Þeir sýna þó engin ellimerki heldur virðist ‘gamall’ Anjil vera milli þrítugs og fertugs.
Diet:Kjötætur
Population [percentage and location]:0,5% af íbúum Vetrarbrautarinnar. Búa mikið til í Liren þar sem þeir eru ekki ofsóttir.
Modifiers
Attribute modifiers:Str -1, Sta -1, Int +2, App +4, Gra +2 (+4 þegar þeir skrúfa fyrir sjarmann, það er vegna hinna sérstöku ferómóna sem þeir búa yfir).
Advantages:
  • Anjil líta alltaf út eins og kvenfólk og eru ákaflega fallegir. Þessi fegurð gefur þeim plúsa í samskiptum við karlmenn (Menn, Koter).
Disadvantages:
  • Allir Anjils hafa meðfæddan geðsjúkdóm sem hægt er að halda niðri með lyfjagjöf (besta leiðin) eða strangri íhugun. Anjil sem hefur sjúkdómin á háu stigi er morðóður.
  • Vegna þess að viss sljóleiki og hömlur á sköpunargleði eru aukaverkanir sjúkdómsins kjósa margir Anjil að halda honum niðri með íhugun eða slátra dýrum til að svala drápsfýsninni.
Suggested classes:Rogue. Anjils eru orðnir mjög lagnir að blandast í hópinn og eru góðir í Acting, Convince etc., thief, Pilot, AcalMage
Social
Example Names:Anticlea Xenoclea Meda Deianara Periboea Hesione Leda Helen Chloe Daphne Circe Orithyia Sibyl Sibylle Eidyia Actaia Actoris Aerope Aethra Aethylla Aglaia Alcimede Arne Astynome Autolye Callianeira Canache Chione Clytie Creusa Cymodece Danae Deidameia
Nánari upplýsingar
Matur:

Mikið kryddaður matur, bæði kjöt og fiskur. Ómissandi er að hafa mikið af grænmeti með matnum og á eftir borðar fólk yfirleitt eitthvað af ávöxtum.

Bakaður matur er vinsæll en þær sjóða hann nánast aldrei, enda missir maturinn þannig oft bragð.

Menning:

Anjils eru einstaklega gáfaðir og með mikla sköpunargáfu. Listir og menning er því með miklum blóma í þeirra samfélagi og skýrir að miklu leyti hvers vegna þeir vilja síður vera á lyfjum þar sem þau deyfa sköpunargáfuna. Nánast allir annað hvort spila á hljóðfæri, skrifa, mála, leika, syngja eða yrkja.

Í kerfunum sem Anjils réðu áður yfir voru söfn af ýmsu tagi því mörg og miklu fé var eytt til menningarmála. Mikil útgáfa var af skáldverkum og fólk fylgdist mjög vel með öllum straumum.

Tónlistarhús og leikhús voru sömuleiðis mörg og dæmigerð kvöldskemmtun var að fara út að borða og svo í leikhús/tónlistarhús á eftir eða á upplestur.

Trú:

Rósatrúin er mjög sterk hjá Anjil og er það ekki síst vegna þess hve ofsóttir þeir eru. Að þeir séu nauðsynlegir fyrir áframhaldandi tilurð heimsins, einn af þessum 3 útvöldum kynþáttum, stappar í þá stálinu.

Hof eru algeng og Anjils sækja flestir óreglulega samkomur.

Sambönd og félagsleg tengsl:

Þar sem Anjil eru tvíkynja þurfa þeir ekki á öðrum að halda til að fjölga sér. Þeir eru einnig mjög sjálfum sér nægir. Flestir búa þess vegna einir enda eru þeir mjög sjálfstæðir.

Pör eru sjaldgæf.

Anjils vera mjög fljótt kynþroska (8-10 ára). Þeir skipta auðveldlega um félaga og þarna eru engin eiginlega hjónabönd. Sjaldgæft er að fólk búi saman.

Anjils búa yfirleitt einir. Börnin fara að heiman fljótlega eftir að þau verða kynþroska. Vinskapur er mjög mikilvægur fyrir Anjils enda eru fjölskyldan ekki sterk eining. Þar sem þeir deyja frekar ungir (40-50 ára) eru yfirleitt ekki fleiri en foreldrið og 1-2 börn. Systkini halda góðu sambandi sín á milli enda er erfitt fyrir Anjils að komast af í Vetrarbrautinni og þeir reiða sig þá oft á hjálp frá skyldmenni enda treysta þeir nánast engum öðrum en Anjil.

Hátíðisdagar:

Haldið er upp á fæðingardag Samönthu Rose, daginn sem hún varð keisari, daginn sem börnin sameinuðust, urðu Selaran og stigu upp og daginn sem Samanta Rose sigraði Lisj.

Sömuleiðis stofndag ríkis Anjil. Einnig er haldin vikuhátíð á vorin til að fanga komu sumars og er þá mikið um hátíðarhöld.

Allir þessir dagar eru frídagar.

Heimspeki:Blandast mikið trúnni. Að öðru leyti eru þeir ekki mjög heimspekilegir.
Búseta og ferðalög:

Anjils höfðu sjálfir 10-15 kerfi en dreifast nú um Vetrarbrautina og eru að meðaltali 0,5% íbúa í hverju kerfi. Þeir eru mikið á ferðinni og búa sjaldan lengi á hverjum stað.

Anjil byggðir eru í Liren.

Þau kerfi sem Anjils höfðu áður eru flest týnd þótt einhverjir Anjils viti um einhver þeirra.

Þar búa mjög fáir.

Tómstundir:

Þar sem Anjils eru ekki sterkbyggðir eru íþróttir ekki mjög vinsælar þótt einhverjir stundi þær sér til skemmtunar.

Hvers konar listsköpun, að njóta listar, lesa og rökræða er mjög vinsælt.

Vinna:Anjils eru fluggáfaðir og eiga létt með að tileinka sér ýmis störf sem ekki krefjast líkamlegra burða. Þeir sækjast aðallega eftir störfum sem tengjast listum og sköpun á einhvern hátt: listmálari, söngvari, leikari, skáld, rithöfundur, útgáfumál, arkitekt, hönnuður o.fl
Ótti:Þeir Anjils sem búa utan við sín eigin kerfi lifa við sífelldan ótta. Þeir búa við ofsóknir og hefur farið hríðfækkandi vegna þeirra.
Lykt og hljóð:

Þótt Anjils finni enga sérstaka lykt af sjálfum sér eða öðrum Anjils finnst öðrum þeir gjarnan lykta betur en aðrir. Að sjálfsögðu tengir fólk þetta við ilmvötn en svo er ekki. Sviti þeirra gefur frá sér örlítið öðruvísi lykt en sviti manna og fólki finnst hún góð.

Raddir Anjils eru gjarnan mjög hljómþýðar, nokkuð sem gerir þá að afbragðssöngvurum. Þeir komst líka upp á hærra raddsvið en nokkur annar, að undanskyldum Breath en þeir nota Ultrasound svo það er mjög ólíkt. Þetta raddsvið gefur þeim sérstaka árás á móti Breaths sem nota tíðni sem skynjun.

Tækni:Anjils eru mjög tæknilegir enda þurfa þeir alltaf að finna tæknilega lausn í stað þess að nota líkamsstyrk.
Samfélagsstaða:

Vegna geðveilu sinnar eru Anjils ofsóttir af nánast öllum í Vetrarbrautinni enda vill fólk að sjálfsögðu síður hafa mögulegan fjöldamorðingja í nágrenni við sig. Síðustu tugi ára hafa Anjils verið stráfelldir og eru þeir í útrýmingarhættu. Opinber stefna sjórnvalda er sú að Anjils séu jafn velkomnir í kerfin og aðrir kynþættir en þau gera þó ekkert gegn ofsóknunum á flestum svæðum.

Fyrir utan þeirra eigin kerfi er einna öruggast fyrir Anjils að búa í Liren þar sem íbúarnir eru svo vanir því að afgangurinn af heiminum líti á þá sem úrhrök (enda bækistöðvar helstu glæpaklíka Vetrarbrautarinnar og nánast engin formleg stjórn) að þeim er nokk sama um Anjils.

Í Forte eru Anjils neyddir til að skrá sig.

Rouls hafa ákveðna samúð með Anjils vegna sinnar eigin stöðu í heiminum. Því miður hafa þeir þó oft verið notaðir til að finna Anjils, vegna einstæðs lyktarskyns.

Forecote líta jafn mikið niður á alla aðra kynþætti í Vetrarbrautinni og ala því ekki á neinni sérstakri óvild við Anjil.

Föt og tíska:

Þar sem Anjils er mikið í mun að falla í hópinn ræðst tíska þeirra af tískunni á þeirri plánetu þar sem þeir búa. Ekkert sem sker þá úr yrði fyrir valinu. Þeir fylgjast vel með tískunni enda flytja þeir oft og eru þá fljótir að tileinka sér tískubylgjuna á nýja staðnum. Þeir eru kamelljónin í þjóðfélaginu.

Þar sem þeir búa einir leyfa þeir sér sína eigin tísku. Þar kjósa þeir gjarnan litskrúðugan fatnað, gjarnan glitofinn eða mynstraðan. Slæður sem bundnar eru á mismunandi hátt eru mjög vinsælar og undir þeim eru þeir svo oft í þröngum, þunnum fatnaði sem þeir klæðast þá innandyra.

Innandyra eru þeir yfirleitt berfættir.

Annað:

Red Fever

Geðsýki sú sem hrjáir Anjils nefnist Rauður hiti og fer að bera á honum fljótlega upp úr kynþroska. Ástæða veikinnar er sú að fyrir mörg hundruð þúsund árum var retrovirús sendur til höfuðs kynþættinum sem olli þessari 'veiki' auk þess að valda því að Anjils geti ekki eignast frjó afkvæmi með human og koter.

Einkenni:

Í byrjun, væg. Órói, skapsveiflur, taugaveiklun. Þetta ágerist síðan og skapsveiflurnar vera æ ofsafengnari. Anjil-inn fer að vera ofbeldisgjarn og árásargjarn. Fer að drepa smádýr og gæludýr. Þetta nægir honum sjaldnast til lengdar, blóðbaðið er ekki nóg. Að lokum mun Anjil-inn drepa aðra. Á þessu stigi er hann ekki með sjálfum sér og mun ekki hætta nema að hann sé stöðvaður; drepinn eða gefin lyf.

Anjil með rauða hitann á lokastigi er algerlega siðblindur en hann er ekki heimskari en hann er venjulega. Hann er haldinn nánast óslökkvanlegum blóðþorsta sem hann verður að svala og fyllist ótrúlegri sælutilfinningu þegar hann pyntar og drepur. Algengast er að Anjilinn sameini kynlíf og dráp. Hann velur sér þá fórnarlamb, á með því mjög villt kynlíf sem dregur það til dauða. Hann drekkur gjarnan blóð fórnarlambsins. Rífur þá yfirleitt hálsinn með tönnunum og drekkur.

Anjil í þessum ham er með hátt sársaukaþol og getur haldið áfram að berjast þar til hann dettur niður dauður. Það getur runnið á hann æði svo hann áttar sig ekki á því að hann er illa slasaður og heldur bara áfram.

Anjil með hitann líður eins og hann sé í hálfgerðri vímu. Öðru hvoru bráir af honum og þá getur hann reynt að ná stjórn á sér. Á eftir, þegar hann er orðinn „hitalaus" man hann allt sem hann gerði meðan hitinn geisaði. Þess vegna hata margir þeirra Anjila sem misst hafa stjórn á sér sjálfa sig.

Ákveðnar útlitsbreytingar hafa orðið á Anjilnum þegar hitinn hefur náð hámarki. Þegar fólk fær kast, t.d ef það hefur verið að halda sér góðu með ihugun en svo missir það gersamlega stjórn á sér, verða þessar breytingar samstundis.

Augun breytast. Hvítan verður rauð og sjáöldrin þenjast út svo litaði hlutinn hverfur. Það koma líka miklir skuggar í kringum augun. Húðin verður föl og varirnar líka.

Allt ferlið tekur 2-3 vikur.

Veikin er ólæknandi en hægt er að halda henni í skefjum með þremur leiðum:

1. Lyfjum

2. Íhugun

3. Fá útrás með slátrun dýra (sísta leiðin)

Öruggasta leiðin er lyfjaleiðin, hún heldur sýkinni niðri fyrir 97% . Ókosturinn er að lyfin eru dýr. Sums staðar verða Anjils að skrá sig hjá lækni og fá þau þannig meðan önnur kerfi dreifa þeim án lyfseðils. Fyrir aðra en Anjils hafa lyfin engin áhrif. Lyfin verða þeir að taka daglega og ef þeir missa úr dag fara áhrif þess þegar að minnka. Skammtarnir sem þeir fá úthlutað duga yfirleitt fyrir mánuð í einu.

Með djúpri íhugun tvisvar á dag geta Anjils líka haldið sjúkdómnum niðri. Íhugunin er þá svo djúp að hún nálgast trans og við það örvast vissir kirtlar sem framleiða hormónin sem vantar. Þeir Anjils sem hafa orðið Acalmages nota Self Control með góðum árangri.

Eitt af því sem er samt sem áður lykilatriði fyrir þá sem stunda íhugun er að stunda kynlíf reglulega. Þannig fá þeir útrás fyrir spennu. Eftir því sem lengri tími líður milli þess sem þeir fá fullnægingu því erfiðara er að halda rónni. Kynlífið sem þeir stunda til þess að halda sér góðum er talsvert ólíkt því kynlífi sem þeir stunda með einhverjum sem þeir bera einhverjar tilfinningar til. Þetta er bara losti; hrátt kynlíf, eitthvað sem verður að gera. Nothing personal, only business. Það er því oft nokkuð ofsafengið og gróft.

Anjils líta enda á kynlíf allt öðrum augum en flestir. Það þarf ekki að tengjast ást eða væntumþykkju.

Anjil sem er kominn með „hitann" hefur ekki þá þolinmæði sem er nauðsynleg til að íhuga og eru því lyfin eina lausnin.

Að íhuga er jafn ásættanleg lausn að þeirra mati og lyfin enda eru þeir ávallt á vakt fyrir einkennum hjá öðrum Anjil. Afleiðingin er sú að Anjils eru ákaflega þægilegir og kurteisir í framkomu. Minnstu merki æsings, skapstyggðar, óþolinmæði og óróa veldur því að fylgst er með þeim.